Litli eistinn sem gat (part I) - Mirjam Maekalle
fimmtudagur, 6. júní 2024
Litli eistinn sem gat (part I) - Mirjam Maekalle
Slunkaríki býður gesti velkomna á opnun einkasýningar Mirjam Maekalle; Litli eistinn sem gat (part I). Opnun verður á föstudaginn, 31. maí kl.17.00 í bryggjusal Edinborgarhússins, Ísafirði. Listamaðurinn verður viðstödd opnunina og býður upp á léttar veitingar. Hún verður einnig með sérstakar leiðsagnir um sýninguna kl. 12, laugardaginn 1. Júní og þriðjudaginn 4. Júní.
Á sýningunni Litli eistinn sem gat (Part I) vinnur Mirjam Maekalle með ljósmyndir frá æsku sinni í Eistlandi áður en hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands. Lands sem var ekki hluti af tilveru hennar fyrr en árið 2002. Í gegnum myndirnar er fjallað um einstakling í mótun og sambönd hennar við sýna nánustu. Hugað er að sjálfsmynd og breytingum persónuleika þess sem skiptir um umhverfi.
Mirjam Maekalle er myndlistarmaður fædd í Eistlandi og uppalin á Ísafirði en býr í dag í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, einnig hefur hún lokið BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en þá menntun nýtir hún sér vel í myndlistinni þar sem umfjöllunarefnið gjarnan mannlegt ástand.
Aðgangur ókeypis
Sýningin hlýtur stuðning úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæja og uppbyggingarsjóði.