top of page

Litlar lindir og skógarbað í Listasal Mosfellsbæjar

508A4884.JPG

miðvikudagur, 19. apríl 2023

Litlar lindir og skógarbað í Listasal Mosfellsbæjar

Í sýningunni Litlar lindir sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 22. apríl rannsaka myndlistakonurnar Berglind Erna Tryggvadóttir og Geirþrúður Einarsdóttir sögu Mosfellsbæjar. Myndlistakonurnar tengja eigin sögu saman við sögu bæjarins, umhverfi og landslag, náttúruleg fyrirbrigði og minningar sem fléttast uppvexti seint á síðustu öld.

Berglind Erna hefur unnið mikið með gjörninga, innsetningar, fundna hluti og ljósmyndun þar sem hún tekst m.a. á við mannleg samskipti, tilfinningalíf og minningar, á meðan Geirþrúður hefur unnið meira með hefðbundnari form í listsköpun sinni og undanfarið hefur hún einbeitt sér að málverkinu. Í þeim verkum mótar fyrir formi landslags á hör og bómullarstriga sem skapa þrívíða mynd.

Öll velkomin á opnun kl. 14-16 laugardaginn 22. apríl.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page