top of page

Litapalletta tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. júní 2023

Litapalletta tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Litapalletta tímans er yfirskrift sumarsýningar Ljósmyndasafnsins Reykjavíkur sem opnuð verður laugardaginn 3. júní klukkan 15. Á sýningunni eru litmyndir úr safnkosti frá tímabilinu 1950-1970 þegar litljósmyndun fór að festa rætur á Íslandi.

Þótt fyrstu litljósmyndirnar sem teknar voru á Íslandi, svo vitað sé, hafi verið teknar 1901, fór mjög lítið fyrir litljósmyndun vel fram yfir 1950. Hinn svarthvíti heimur sem sjá má á myndum fram að þeim tíma er sjónhverfing. Lífið var vissulega í lit, klæðnaðurinn litríkur, bílarnir grænbláir, vínrauðir, jafnvel gulir og húsþökin ýmist rauð eða græn – himininn mismunandi blár! Litapaletta tímans er síbreytileg; mótuð af tísku, tækni, minningum og tíðaranda, jafnvel af miðlinum sjálfum.

Á sýningunni eru nýjar stækkanir gerðar eftir upprunalegum litfilmum og litskyggnum. Allt myndir úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur teknar af fjölbreyttum hópi íslenskra sem erlendra ljósmyndara. Á meðal þeirra eru til að mynda: Adolf Karlsson, Böðvar Pétursson, Elías Hannesson, Helga Fietz, Hermann Schlenker, Ingibjörg Ólafsdóttir, Magnús Daníelsson og Sigurður Demetz Franzson.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page