top of page

LIT-ROF í Gallerí Gróttu 17. maí - 3. júní

508A4884.JPG

föstudagur, 12. maí 2023

LIT-ROF í Gallerí Gróttu 17. maí - 3. júní

Miðvikudaginn 17. maí, kl.17:00 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna ,LIT - ROF í Gallerí Gróttu Eiðistorgi. Sýningin stendur til 3. júní og er opið í Gallerí Gróttu frá mánudegi til fimmtudags frá 10:00-18:30, föstudaga 10:00-17:00 og laugardaga 11:00-14:00.

LIT - ROF er fjórða einkasýning Önnu Álfheiðar. Sýningin inniheldur 20 málverk sem unnin hafa verið á þessu ári, 2023. Verkin samanstanda af þrívíddarseríu sem hún hefur verið að vinna með síðastliðin ár ásamt nýjum afbrigðum seríunar. Málverkin eru unnin í þrívíð form, með akrýl á striga annars vegar og handskornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans.

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f.1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatalistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt. Viðfangsefni verka Önnu er að leitast við að skapa samtal milli áhorfandans og myndrammans í gegnum skynjun hans og upplifun á margþættum myndfletinum þar sem litanotkun, formgerð og endurtekning spila stór hlutverk í samspili við staðsetningar, tíma og rúm. Samhliða hefur Anna undanfarin ár leitast við að kanna mörkin milli listmiðla í verkum sínum, þ.e.a.s. milli málverks, textíls og skúlptúrs/ lágmynda.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page