top of page

Listval: Dialectic Bubble - Listamannaspjall 2. júlí

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. júní 2022

Listval: Dialectic Bubble - Listamannaspjall 2. júlí

Verið velkomin á listamannaspjall með Evu Ísleifs, Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur og Rakel McMahon laugardaginn 2. júlí kl. 14 í Listval, Hörpu.
_________________________________________________
Okkur er ánægja að kynna verkið 𝘋𝘪𝘢𝘭𝘦𝘤𝘵𝘪𝘤 𝘉𝘶𝘣𝘣𝘭𝘦, sem var unnið af samstarfsteyminu “It´s the media not you!”, Evu Ísleifs, Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur og Rakel McMahon.
Verkið, sem er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu, fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna sem eingöngu átti sér stað í rituðu máli.
Með verkinu vildu listamennirnir skoða samtímis ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem (framhalds) líf þeirra er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.
Í Listval, Hörpu, býðst áhorfandanum að upplifa verkið í gegnum sýndarveruleika. Gestir fá því tækifæri til þess að upplifa gjörninginn sem fram fór á húsþakinu í Aþenu líkt og þau væru raunverulega stödd á staðnum. Þá verða einnig til sýnis myndræn framsetning á samtölum listamannanna eða hinu Dialectic Bubbles (hugsunarblöðrur), sem telja á sjötta hundrað.
𝘋𝘪𝘢𝘭𝘦𝘤𝘵𝘪𝘤 𝘉𝘶𝘣𝘣𝘭𝘦 hefur áður verið sýnt í Ltd Ink Corporation, Edinborg árið 2019.
|
We are delighted to present the work 𝘋𝘪𝘢𝘭𝘦𝘤𝘵𝘪𝘤 𝘉𝘶𝘣𝘣𝘭𝘦, created by the performance trio 'It's The Media Not you!' Eva Isleifs, Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir and Rakel McMahon.
The work is from the year 2019 and was initially a performance on a rooftop in Athens that went on for three days. The artist created a dialog between them that was not voiced but rather written down. The group documented their thoughts and created a dialogue that became a visual representation of their relationship, the construction of it, the debate, exploring the specific territories of their collaborative work whilst exposing the riskiness of words and the fragility they can reveal within relationships of any structure.
In Listval, Harpa, guests will be able to experience the performance through Virtual reality as well as explore the 600 speech bubbles.
𝘋𝘪𝘢𝘭𝘦𝘤𝘵𝘪𝘤 𝘉𝘶𝘣𝘣𝘭𝘦 was exhibited in Ltd Ink Corporation, Edinburgh 2019

Sýningin stendur til 3. júlí

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page