top of page

Listneindin sadbois sýnir MÁLVERND í Gluggagalleríinu STÉTT

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Listneindin sadbois sýnir MÁLVERND í Gluggagalleríinu STÉTT

Listneindin sadbois sýnir listaverkleysuna MÁLVERND í Gluggagalleríinu STÉTT, Bolholti 6. Sýningin opnaði þann 15. október síðastliðinn og stendur til 15. janúar 2025. Gluggagalleríið STÉTT er sýningarrými sem opið er allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Bleikt. Grænt. Útsala. Sellout. Engar frekari upplýsingar fylgja listaverkleysunni MÁLVERND.

Listneindin sadbois er ómannlegur andlitslaus skjöldur almennra borgara sem leggja stund á neikvæða starfsemi fjármagnaða með opinberum styrkjum.

Listneindin sadbois hefur áður sýnt listaverkleysuna ÞETTA LISTAVERK STÖÐVAR LOFTSLAGSBREYTINGAR sem var afhjúpuð á Hálsatorgi í Kópavogi haustið 2021 á opnunaratburði listahátíðarinnar Hamraborg Festival, og stendur þar enn.

Gluggagalleríið STÉTT er nýtt sýningarrými í glugga Vorstjörnunnar – Alþýðuhúss, Bolholti 6, 105 Reykjavík, þar sem til húsa eru Samstöðin, Leigjendasamtökin og Sósíalistaflokkur Íslands auk annarra. Sýningar í galleríinu eru óháðar öllum fjölmiðlum, félagasamtökum og stjórnmálaflokkum.

MÁLVERND er þriðja sýningin sem sett er upp í rýminu. Núliðið sumar stóð þar sýning Steinunnar Gunnlaugsdóttur, gunbla: blueprint. Opnunarsýning gallerísins var samsýning með verkum Hildar Hákonardóttur, Steingríms Eyfjörð, Ingibjargar Magnadóttur, Jóns Óskars, Þrándar Þórarinssonar, Sigrúnar Hrólfsdóttur, Söru Björnsdóttur, Egils Sæbjörnssonar, og Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar.

Umsjón með sýningarrýminu frá og með október 2024 hafa Steinunn Gunnlaugsdóttir og Snorri Páll Jónsson.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page