Listhópur Hins Hússins í Hafnarhúsi

fimmtudagur, 17. júlí 2025
Listhópur Hins Hússins í Hafnarhúsi
Fimmtudaginn 17. júlí kl. 16.00 mun listhópur Hins Hússin, Asalaus, sýna hljóðinnsetninguna Vörr í porti Hafnarhúss. Verkið er hluti af Vængjaslætti listhópa Hins hússins sem er uppskeruhátíð listhópa og Götuleikhússins.
Vörr er hljóðinnsetning þar sem hátalarar búnir til úr pappír eru í aðalhlutverki. Hljóð er sent í gegnum hátalarana og vegna þess hve pappírinn er viðkvæmur í eðli sínu verður til mikil hreyfing þegar hljóðin berast úr hátölurunum.
Saga Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur er mikill innblástur fyrir verkið, þar sem haf og öldur eru fyrirmynd fyrir þá hreyfingu sem hátalararnir búa til.
Ása Önnu Ólafsdóttir er tónskáld, hljóðlistarkona og gítarleikari. Hún gengur undir listamannsnafninu Asalaus og hefur verið virk í grasrótarsenunni í Reykjavík. Ása hefur gefið út nokkrar plötur, bæði sem Asalaus og sem meðlimur hljómsveitarinnar Ateria sem sigraði Músíktilraunir árið 2018. Hún blandar saman spuna og fyrirfram sömdum verkum. Tónsmíðar og listsköpun hennar beinast mikið að tilraunum með hljóð og nótnaskrift. Ása leggur nú stund á nám í hljóðlist við Columbia University í New York.


