top of page

Listasjóður Eimskips

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. september 2025

Listasjóður Eimskips

Eimskip heldur nú áfram að sinna ábyrgðarhlutverki sínu gagnvart íslenskri myndlist, en á 110 ára afmæli félagsins 17. janúar 2024 var ákveðið að stofna nýjan listasjóð í þeim tilgangi að efla myndlistarmenn á Íslandi í sinni listsköpun. Framvegis verður úthlutað árlega úr sjóðnum á haustmánuðum, en helstu upplýsingar eru:

Heildarfjárhæð styrks er 3 milljónir króna og skiptist sú upphæð milli styrkþega
Styrktir eru 2-3 íslenskir myndlistarmenn í hvert sinn

Úthlutunarnefnd sér um að fara yfir umsóknir, en í henni eru:
Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips
Guðmundur Hagalínsson, fyrrum starfsmaður Eimskips til áratuga með sérþekkingu á safneign félagsins
Katrín Eyjólfsdóttir, sýningarstjóri myndlistarsýningar Eimskips, "Hafið hugann ber"

Styrkurinn er ætlaður fyrir upprennandi íslenska listamenn.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025.

Nánari Upplýsingar: https://www.eimskip.is/listasjodur/
Almennar fyrirspurnir má senda á myndlist@eimskip.com

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page