top of page

Listasalur Mosfellsbæjar: Volcanoroids - Guðmundur Óli Pálmason ( Kuggur)

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. mars 2022

Listasalur Mosfellsbæjar: Volcanoroids - Guðmundur Óli Pálmason ( Kuggur)

Ný sýning verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 18. mars kl. 16-18. Sýningin heitir Volcanoroids og þar verða sýndar ljósmyndir Guðmundar Óla Pálmasonar (einnig þekktur sem Kuggur). Viðfangsefnið er gosið í Fagradalsfjalli en 19. mars verður einmitt komið eitt ár frá upphafi þess.



Guðmundur Óli er lærður ljósmyndari sem hefur haldið fjölmargar sýningar og hafa verk hans birst í allnokkrum erlendum tímaritum. Guðmundur Óli hefur í gegnum árin þróað sína eigin einstöku aðferð í listsköpun sinni. Hann tekur ljósmyndirnar á útrunnar Polaroid flysjufilmur og bætir við ýmsum efnum í framköllunarferlinu. Viðfangsefninu og myndrammanum er þá stýrt af Guðmundi Óla en síðan sleppir hann tökunum með því að láta efnin hafa sín óútreiknanlegu áhrif á filmuna. Við þetta fá myndirnar óraunverulegan, draumkenndan og jafnvel drungalegan blæ.



Þess má geta að degi eftir opnun Volcanoroids verður ný heimildarmynd um eldgosið í Fagradalsfjalli, Fire and Iceland, frumsýnd í Bíó Paradís og þar er m.a. fjallað um ljósmyndir Guðmundar Óla. Síðasti sýningardagur Volcanoroids er 13. apríl.



www.kuggur.com



Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page