top of page

Listasalur Mosfellsbæjar: Hakk og spagettí - Dagmar Atladóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 25. maí 2022

Listasalur Mosfellsbæjar: Hakk og spagettí - Dagmar Atladóttir

Hakk og spagettí

Föstudaginn 27. maí kl. 16-18 opnar Dagmar Atladóttir sýningu sína Hakk og spagettí í Listasal Mosfellsbæjar. Dagmar lærði myndlist og hönnun í Hollandi og hefur sýnt verk sín víða bæði hérlendis og erlendis.
Keramik spilar aðalhlutverk í sýningunni Hakk og spagettí og eru verkin á mörkum nytjahluta og skúlptúra, kunnugleg en óvenjuleg. Fagurfræði hryllingsins, úrhraksins og ógeðsins er hér látin njóta sín, það sem er fráhrindandi en samt svo áhugavert. Skoðað er samspilið milli þess sem er undravert við líkamann annars vegar og það sem gerir hann ógeðfelldan hins vegar, með sérstakri áherslu á þá líkamsstarfsemi sem einkennir konur. Verkin ögra áhorfandanum til að ákveða hvort hann eigi að líta undan eða skoða nánar.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 virka daga. Síðasti sýningardagur er 24. júní. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page