Listasalur Mosfellsbæjar: Anywhere but Here - Claire Paugam
miðvikudagur, 9. febrúar 2022
Listasalur Mosfellsbæjar: Anywhere but Here - Claire Paugam
Anywhere but Here í Listasal Mosfellsbæjar
Opnun sýningar Claire Paugam, Anywhere but Here, verður í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 11. febrúar kl. 16-18.
Claire er frönsk listakona fædd árið 1991 sem býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur verið áberandi í íslensku myndlistarlífi síðustu ár, fékk til að mynda hvatningarverðlaun Myndlistarsjóðs árið 2020 og hélt einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur á síðasta ári. Kjarninn í vinnuferli Claire er að varpa fram spurningum um efnið með því að stilla viðkvæmri reynslu upp gegn hefðbundnum kerfum reglna og túlkunar. Formleysi, óreiða og sú tilfinning að sleppa tökunum er aðalþemun sem hún kannar.
Sýningin Anywhere but Here samanstendur af tveimur verkum, annars vegar dagbókum undirmeðvitundarinnar sem er sería af stafrænum klippimyndum með teikningum og hins vegar Á milli inni í mér en það er margmiðlunaruppsetning með færanlegum skúlptúrum.
Síðasti sýningardagur er 11. mars. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ókeypis aðgang