top of page

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Saltfiskstöflun - Veggmynd án veggjar

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Saltfiskstöflun - Veggmynd án veggjar

Rekstrarfélagið Gríma ehf. hefur tekið við rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og verður ný sýning opnuð í safninu laugardaginn 5. febrúar undir heitinu Saltfiskstöflun − Veggmynd án veggjar.
Sigurjón Ólafsson mótaði Saltfiskstöflun í leir á árunum 1934-1935 meðan hann var við nám í Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Á sýningunni er rifjuð upp tilurð verksins og uppsetning þess sem frítt standandi steinsteypt lágmynd við Sjómannaskólann í Reykjavík en ekki sem veggmynd á byggingu, eins og var ætlun listamannsins. Sýnd eru brot úr niður¬stöð¬um verkfræðings VERKÍS, sem fjallar um ástand lág¬myndar¬innar í dag. Einnig eru sýndar ljós-myndir af verkum Sigurjóns frá sama tíma¬bili, þegar hann vann með stór og einföld form í anda púrismans.
Í neðri sal safnsins er fjölbreytt úrval verka eftir Sigurjón, meðal annars frumdrög að nokkrum lykilverkum hans sem hafa verið stækkuð og sett upp í opinberu rými. Sýningunni fylgir sérstakur fræðslupakki ætlaður grunnskólanemum. Fræðsluefnið er aðgengilegt á heimasíðu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar www.LSO.is undir heitinu Farvegur myndlistar til framtíðar.
Yfir vetrartímann verður safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 13 og 17. Tekið er á móti hópum utan opnunartíma eftir samkomulagi.


Mynd: Sigurjón Ólafsson
Saltfiskstöflun LSÓ 1034

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page