top of page

Listasafn Reykjavíkur-Ásmundarsafn: Eftir stórhríðina - Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson

508A4884.JPG

þriðjudagur, 6. september 2022

Listasafn Reykjavíkur-Ásmundarsafn: Eftir stórhríðina - Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson

Sýningaropnun – Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson: Eftir stórhríðina
Laugardag 10. september kl. 14.00 í Ásmundarsafni
Sýningin Eftir stórhríðina með verkum eftir Unndór Egil Jónsson og Ásmund Sveinsson verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 10. september kl. 14.00. Skúli Helgason, formaður menningar-,
íþrótta- og tómstundaráðs, opnar sýninguna.

Á sýningunni mætast myndhöggvarar tveggja tíma í samtali sem veitir nýja sín á arfleifð Ásmundar Sveinssonar ásamt því að kynna fyrir gestum ný verk starfandi listamanns. Að þessu sinni sýnir Unndór Egill Jónsson verk sín í samtali við verk Ásmundar en safnið hefur nú um nokkurt skeið unnið með arfleifð Ásmundar á þennan hátt.

Unndór Egill Jónsson (1978) útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk MFA-námi frá Valand School of Art í Gautaborg árið 2011. Undanfarin ár hefur hann sýnt bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars á samsýningunum Momentum Design í Moss í Noregi árið 2010, Ríki, flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur árið 2016, í Estonian Museum of Contemporary Art í Tallinn í Eistlandi árið 2018 og á sýningunni Abrakadabra í Listasafni Reykjavíkur árið 2021. Árið 2020 hélt Unndór einkasýninguna Cul de Sac í Kling og Bang í Marshall-húsinu.

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og einn þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýjar hugmyndir í myndlist 20. aldar. Ásmundur sótt innblástur í íslenskar sagnir og þjóðtrú en samfélagið og tækniframfarir 20. aldar voru honum einnig ríkuleg uppspretta hugmynda. Verk Ásmundar eru á opinberum stöðum víða um land og setja svip sinn á Reykjavík. Hann hélt alla tíð tryggð við þá afstöðu að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn við Sigtún var opnað formlega vorið 1983 og hafa þar verið settar upp fjölbreyttar sýningar.

Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir og Edda Halldórsdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page