top of page

Listasafn Reykjavíkur: Spor og þræðir - Stitches and Threads

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. júní 2022

Listasafn Reykjavíkur: Spor og þræðir - Stitches and Threads


Spor og þræðir
Stitches and Threads
09.06.2022−18.09.2022

Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, fimmtudag 9. júní kl. 20.00
You are invited to the opening of the exhibition at Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstadir, Thursday, 9 June at 20h00

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur, og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, opna sýninguna
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, director of Reykjavík Art Museum, and Vigdís Jakobsdóttir, artistic director / CEO of Reykjavík Arts Festival, will open the exhibition

Agnes Ársælsdóttir
Anna Líndal
Anna Andrea Winther
Eirún Sigurðardóttir
Erla Þórarinsdóttir
Guðrún Bergsdóttir
G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
James Merry
Kristinn G. Harðarson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Loji Höskuldsson
Petra Hjartardóttir
Rósa Sigrún Jónsdóttir

Sýningarstjórar/Curators
Birkir Karlsson
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir


Dagskrá/Programme
Laugardag 11. júní kl. 11.00: Leikum að list – fjölskyldudagskrá
Saturday, 11 June at 11h00: Let‘s play Art – family programme
Sunnudag 12. júní kl. 15.00: Leiðsögn sýningarstjóra
Sunday, 12 June at 15h00: Curator Talk
Sunnudag 19. júní kl. 14.00: Leiðsögn listamanna
Sunday, 19 June at 14h00: Artist Talk

Fleiri viðburðir verða auglýstir sérstaklega
More events to be announced later


Spor og þræðir er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Þau líta ýmist til fortíðar og vinna með arfleifð handverks og hefðar, eða nýta nálina til þess að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla. Á sýningunni eru ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna, bæði fulltrúa yngri kynslóðarinnar sem og reyndari listamenn sem þegar hafa sett mark sitt á íslenska myndlistarsenu. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við nálina sem verkfæri sem skipar veigamikinn þátt í listsköpun þeirra. Verkin endurspegla mikla breidd í inntaki, þar sem glímt er við djúpstæð samfélagsmein samhliða ljóðrænu hversdagsins og ljúfsárri nostalgíu.

Saumnálin hefur alla tíð verið vinsælt tól til listsköpunar og listskreytinga. Hún hefur einkum verið í höndum kvenna sem hafa lagt rækt við að viðhalda gömlum hefðum í handverki sem og þróað nýjar og skapandi leiðir til úrvinnslu með nál og þráð. Útsaumur var ásamt útskurði langalgengasti miðill listamanna á Íslandi fram að 20. öld. Þá vék hann tímabundið fyrir annarri tækni en gekk í endurnýjun lífdaga sem hluti af kvenréttindabaráttu 8. áratugarins og þróun femínískrar myndlistar. Í dag sjáum við enn fjölbreyttari merki um endurkomu útsaums inn á vettvang myndlistar, ekki bara hér á landi, heldur í alþjóðlegri samtímalist. Hvað veldur þessum aukna áhuga og sýnileika? Hvað knýr samtímalistamenn til þess að taka sér nál í hönd við gerð verka sinna?

Sýningin fer með áhorfendur í ferðalag um þessa sértæku undirgrein textíllistar þar sem fjölbreytileikinn og sköpunargleðin ráða ríkjum. Sýningin endurspeglar vaxandi áhuga á handverki, en á undanförnum árum hefur orðið algengara að listamenn víða um heim noti þessa hefðbundnu aðferð handverksins til að skapa fjölbreytt og spennandi listaverk.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page