Listasafn Reykjavíkur: Sóley - Róska og Manrico Pavalettoni
miðvikudagur, 7. desember 2022
Listasafn Reykjavíkur: Sóley - Róska og Manrico Pavalettoni
Sóley eftir Rósku og Manrico Pavalettoni í Hafnarhúsi
Nú gefst einstakt tækifæri til að sjá Sóleyju, kvikmynd eftir listakonuna Rósku og Manrico Pavalettoni, sem sýnd verður í Fjölnotasal fimmtudaginn 8. desember kl. 20.00.
Sóley gerist í bændasamfélagi Íslands á 18. öld og fjallar um ungan mann sem leitar að hestinum sínum sem strauk. Við leitina kynnist hann álfkonunni Sóleyju, holdgerving frelsis, náttúru og jafnréttis.
Sýning á Sóleyju kemur í kjölfarið á vel heppnaðri Haustráðstefnu, KvikMyndlist á mörkum kvikmynda og myndlistar, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í lok nóvember en líka í aðdraganda Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Reykjavík þann 10. desember.
Kvikmyndin Sóley var sýnd s.l. vor í Bíó Paradís eftir að kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Þorbjörg Jónsdóttir og Lee Lorenzo Lynch unnu hörðum höndum síðustu ár við að koma eina eintakinu sem vitað er um í heiminum í sýningarhæft ástand.
Skráning HÉR: https://listasafn.enterpriseappointments.com/v2/#book/location/2/category/2/service/305/count/1/provider/314/
Myndin er sýnd með enskum texta