top of page

Listasafn Reykjavíkur: Myndlist og umhverfismenntun – samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

508A4884.JPG

föstudagur, 1. apríl 2022

Listasafn Reykjavíkur: Myndlist og umhverfismenntun – samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

Myndlist og umhverfismenntun – samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður.

Nýverið undirrituðu Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands samstarfssamning sem hefur að markmiði að tengja listaverk í eigu Listasafns Íslands í Safnahúsinu við umhverfismenntun. Verkefni Grænfánans í skólum landsins mun tengjast samstarfinu, þar sem sérstöku fræðsluefni frá safninu um listaverk verður miðlað, auk þess sem lögð verður áhersla á að auka sýnileika á verkum ungs fólks sem bera með sér boðskap um umhverfismál. Í tengslum við sýningahald Listasafn Íslands í Safnahúsinu verður varpað ljósi á verkefni Landverndar „Ungt umhverfisfréttafólk“ og þátttökuskóla verkefnsins og verða árleg verðlaun veitt í Safnahúsinu.

,,Samstarf Listasafns Íslands við Landvernd skapar leið fyrir safnið til að taka þátt í þeirri þverfaglegu fræðslu sem umhverfismenntun býður upp á. Núna vinnur Listasafn Íslands að grunnsýningu með listaverkum okkar, sem mun standa um árabil í Safnahúsinu, þar sem listir og vísindi mætast. Það verður spennandi vettvangur fyrir börn og foreldra“ segir Harpa safnstjóri.

Tengiliðir: Ásthildur Jónsdóttir sérfræðingur í Listasafni Íslands og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Landverndar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page