top of page

Listasafn Reykjavíkur: KvikMyndlist - málþing og viðburðir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 23. nóvember 2022

Listasafn Reykjavíkur: KvikMyndlist - málþing og viðburðir

KvikMyndlist í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 24–26. nóvember.
Dagana 24. - 26. nóvember verða málþing og viðburðir í Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem bera yfirskriftina KvikMyndlist.

Umræðuefni málþingsins eru mörk kvikmynda og lista, varðveisla og miðlun kvikra og stafrænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því. Ráðstefnan tengist safneign og sýningahaldi í Listasafni Reykjavíkur, sem og fyrirhugaðri verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í desember.

Listasafn Reykjavíkur varðveitir nú viðamikið safn kvikra verka og ekki úr vegi þegar slík hátíð kemur til landsins að líta inn á við og skoða þær tengingar sem liggja fyrir.

Það er mikill fengur í að fá bæði fagaðila um varðveislu kvikmynda og listamenn til að sýna afrakstur vinnu sinnar og hvetja til frekari umræðu og rannsókna á þessu sviði.

Dagskrá

Fimmtudagur 24. nóvember:

20:00 Leiðsögn listamanns: Sigurður Guðjónsson segir frá sýningunni Leiðni í Hafnarhúsi.
21:00 Kvikmyndaverkið Sárabeð (2006) eftir Sigurð verður sýnt í í fjölnotasal Hafnarhúss strax að lokinni leiðsögn listamannsins.

Þessi viðbuður markar upphaf haustráðstefnu Listasafns Reykjavíkur, KvikMyndlist.

Föstudagur 25. nóvember:

Varðveisla og umsýsla kvikra listaverka

13.00 Opnunarræða.

13.15 Jina Chang, Nasjonalmuseum Osló - Documentation Strategies and Tools for Complex Time-based Media.

14.00 Þórir Ingvarsson, kvikmynda- og ljósmyndaforvörður hjá Þjóðminjasafni Íslands – Langtímavarðveisla kvikmyndamiðla.

14.30 Kaffihlé.

15.00 Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri varðveislu og rannsókna hjá Kvikmyndasafn Íslands – Listir og kvikmyndir.

15.30 Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, Kvikmyndafræðingur, arkífisti, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins og doktorsnemi í safnafræði – Þannig týnist tíminn: Varðveisla og skráning tímatengdrar myndlistar og kvikmyndaverka.

Skráning HÉR


17.00-20.00 Bíókvöld í Fjölnotarými: Sýnd verða fjölbreytt kvikmyndaverk í fjölnotasal Hafnarhúss. Meðal höfunda kvikmyndaverka: Joshua Reiman, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hulda Rós Guðnadóttir, Anna María Bogadóttir ofl.

Malbygg brugghús verður með pop-up bar fimmtudags- og föstudagskvöld.


Laugardagur 26. nóvember:

Á seinna málþingi ráðstefnunnar mun lista- og fræðafólk ræða um tengsl kvikmynda og myndlistar.

Á mörkum kvikmynda og myndlistar

Dagskrá
13.00 Opnunarræða.
13.10 Hlynur Helgason, dósent í listfræði. (EN)
13.35 Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistamaður. Erindi: Working on an intersection: living on the edge. (EN)
14.05 Joshua Reiman, myndlistamaður. Erindi: Strange Devices, a neospatial practice. (EN)
14.35 Anna María Bogadóttir, arkitekt. Erindi: JARÐSETNING -og tímans tönn. (EN)
15.05 Kaffihlé.
15.20 Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og myndlistamaður. (EN)
15.50 Lee Lynch, myndlistamaður og kvikmyndaframleiðandi. (EN)
16.20 Spurningar og umræður.

Skráning HÉR

Haustráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page