top of page

Listasafn Reykjavíkur: Horse Inside Out - Wunderland

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. nóvember 2022

Listasafn Reykjavíkur: Horse Inside Out - Wunderland

Horse Inside Out - innsetning með þátttöku áhorfenda í Hafnarhúsi

Horse Inside Out (Hestur á röngunni) eftir Wunderland er sérstök upplifun fyrir skilningarvitin þar sem áhorfandinn tekur virkan þátt í verkinu. Skúlptúrinn rúmar eina manneskju í senn sem gengur í gegnum nokkur rými þar sem rödd og leiðsögumaður leiðir þátttakandann í gegnum verkið. Horse Inside Out er staðsett í Fjölnotarými Hafnarhússins frá 11 - 23. nóvember.
Norræna list- og rannsóknarverkefnið Horse Inside Out hefur verið í þróun í nokkur ár og verið sett upp í Danmörku, Finnlandi og nú á Íslandi. Rannsóknin er þverfagleg og er markmiðið að fylgjast með hvernig alltumlykjandi þátttökulistaverk eykur meðvitund þátttakenda um eigin líkama, nærveru og skynjun á umhverfinu og breytir jafnvel upplifun þeirra á sjálfum sér og veruleika þeirra. Það er Wunderland sem stendur fyrir verkefninu í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Listaháskóla Íslands. Wunderland var stofnað árið 2007 af Mette Aakjær og vinnur verkefni í samstarfið við listafólk úr fjölbreyttum listgreinum í alþjóðlegu samstarfi.
Um verkið: Sem þátttakandi ferð þú einn þíns liðs, berfættur, inn um rauf á skúlptúr sem hefur lífræna lögun og útlit. Augun aðlagast myrkrinu þar inni, mjúk og gróf form birtast þér. Þú finnur vísbendingar um dýr og önnur fyrirbæri, loftið er þrungið krydduðum ilmi, jörðin er mjúk og hreyfanleg. Þú ert hvattur til að gefa þér góðan tíma til þess að kanna umhverfið og leita jafnvægis. Inni í öðru hólfi hittir þú manneskju sem er lík þér en samt… ókunnug? - hluti af hjörð þinni? - skugginn af sjálfum þér?
„Þegar við erum meðvituð um líkama okkar og skynfæri upplifum við sjálf okkur og sambandið við aðra á annan hátt sem getur valdið umbreytingum og jafnvel haft byltingarkennd áhrif á reynslu okkar af heiminum. Upplifunin býður uppá tengingu við innsæið, innri visku og goðafræðileg minni sem búa í undirmeðvitund okkar.“

- Mette Aakjær, listrænn stjórnandi Wunderland.
Listrænt teymi
• Mette Aakjær (listrænn stjórnandi Wunderland, höfundur og listamaður, DK)
• Mona Møller Schmidt (leikmyndahönnuður, DK)
• Þóranna Björnsdottir (tónskáld, IS)
• Sonja Winckelmann Thomsen (rithöfundur, DK)
• Amanda Axelsen Sigaard (grímu- og búningahönnuður, aðstoðarleikmyndahönnuður, DK)
• Amanda Vesthardt (aðstoðarleikmyndahönnuður),
• DimsOs (tæknimál, DK).
• Jesper Lyng (bókunarkerfi)

Innsetningin verður í Hafnarhúsi frá 11 - 23. nóvember, fer fram á ensku og stendur í um 15 mínútur á hvern þátttakanda. Hér má bóka tíma: https://horseinsideout.com/booking.
Frítt er inn og er aldurstakmark miðað við 14ára og eldri. Tekið skal fram að viðburður þessi er ekki hentugur fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með gang.Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page