top of page

Listasafn Reykjavíkur: Fimmtudagurinn Langi

508A4884.JPG

þriðjudagur, 23. ágúst 2022

Listasafn Reykjavíkur: Fimmtudagurinn Langi


Fimmtudag 25. ágúst kl. 20-21.30 Harpa

Kvöldgöngur
Strandlengjan
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, leiðir göngu um útilistaverk við Sæbraut. Á leiðinni eru fjölbreytt minnismerki sem og sjálfstæð listaverk eftir íslenska og alþjóðlega listamenn.

Gangan tekur einn og hálfan tíma og hefst við tónlistarhúsið Hörpu. Ókeypis þátttaka.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir.


_______________________________________________________________________________________________________

Fimmtudag 25. ágúst kl. 20.00 Kjarvalsstaðir

Spor og þræðir
Sam-saumur
Sam-saumur er smiðja fyrir fullorðna, nokkurs konar saumaklúbbur í tengslum við sýninguna Spor og þræðir. Gestgjafar eru Katrín Jóhannesdóttir textílkennari og Marta María Arnarsdóttir skólameistari, báðar frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Í upphafi er stutt leiðsögn um sýninguna áður en sest er að verki.

Þennan dag er Fimmtudagurinn langi og því ókeypis þátttaka. Skráning HÉR

Hugmyndin er að hver og einn þátttakandi komi með sitt handverk. Útsaumssett eru til sölu í safnbúð Kjarvalsstaða. Árskorts- og Menningarkortshafar fá 10% afslátt af öllum vörum í safnbúðinni.



Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page