top of page

Listasafn Reykjavíkur: Auglýst eftir umsóknum um D-sal 2023 - Open call

508A4884.JPG

miðvikudagur, 25. maí 2022

Listasafn Reykjavíkur: Auglýst eftir umsóknum um D-sal 2023 - Open call

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum listamanna til að sýna í D-sal Hafnarhúss árið 2023. Þetta fyrirkomulag á vali listamanna í sýningarröðinni var tekið upp árið 2018 með það að markmiði að gefa listamönnum með skamman feril að baki tækifæri til að beina athygli að listsköpun sinni. Í D-sal gefst listamönnum tækifæri til að kynnast af eigin raun þeim innviðum sem opinbert listasafn styðst við í starfsemi sinni. Um leið opnast gestum safnsins innsýn í nýjar stefnur og strauma í samtímalist.

Sýningarröðin í D-sal Hafnarhúss hóf göngu sína árið 2007 og þar hafa nú rúmlega fjörutíu listamenn sýnt verk sín. Á sýningunum eru kynntir til leiks listamenn sem hafa sterka og persónulega listræna sýn en hafa ekki áður haldið einkasýningu í opinberu safni. Hefur röðin jafnan vakið mikla lukku meðal listamanna og listunnenda en árið 2018 bárust safninu yfir 130 umsóknir og hafa að jafnaði verið valdir 2-4 listamenn ár hvert.

Við val á listamönnum til sýninga í D-sal er gerð sú krafa að þeir hafi ekki áður haldið einkasýningu í opinberu listasafni en hafi tengsl við íslenskt listalíf í gegnum nám, sýningar og/eða búsetu á Íslandi. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á inntaki og efnistökum sem viðkomandi hyggst vinna út frá á fyrirhugaðri sýningu (hámark 250 orð). Að auki fimm ljósmyndir af fyrri verkum. Sérskipuð dómnefnd velur úr umsóknum.

Umsóknir berist fyrir lok dags, 1. júlí 2022 á netfangið listasafn@reykjavik.is merktar „D-2023“. Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page