Listasafn Reykjavíkur: A Bra Ka Da Bra - Nýr fræðsluvefur
fimmtudagur, 9. desember 2021
Listasafn Reykjavíkur: A Bra Ka Da Bra - Nýr fræðsluvefur
A Bra Ka Da Bra er nýr fræðsluvefur Listasafns Reykjavíkur um samtímamyndlist sem einkum er ætlaður eldri nemendum grunnskóla og yngri nemendum framhaldsskóla. Á vefnum er fræðsla um ýmis orð og hugtök sem fjalla um myndlist, meðal annars miðla, stefnur, viðfangsefni og aðferðir.
Þar er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir sem listasafnið svarar eftir bestu getu og birtir á vefnum. Loks er þar að finna vídeó sem unnin eru af listamanninum krassasig í samstarfi við listasafnið og hóp ungmenna.
Fræðsluvefurinn byggir á safneign Listasafns Reykjavíkur. Allt er þetta efni á íslensku og stefnt er að því að þýða það yfir á önnur tungumál til þess að koma til móts við ungmenni í íslenskum skólum sem eiga önnur tungumál en íslensku að móðurmáli.