top of page

Listasafn Reykjavíkur: Иorður og niður – Samtímalist á Norðurslóðum

508A4884.JPG

föstudagur, 7. október 2022

Listasafn Reykjavíkur: Иorður og niður – Samtímalist á Norðurslóðum

Sýningaropnun:
Иorður og niður – Samtímalist á Norðurslóðum
Fimmtudag 13. október kl. 19.30 í Hafnarhúsi
Sýningaropnun Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, fimmtudag 13. október kl. 19.30
Иorður og niður er umfangsmikil myndlistarsýning unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem úrval verka samtímalistamanna á norðurslóðum er markvisst sett fram í alþjólegt samhengi. Sýningin tekst á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar, meðal annars vegna loftslagsbreytinga.

Listafólkið á sýningunni á það sammerkt að búa og starfa á svæðum í kringum Norður-Atlantshaf en alls eru það 30 listamenn sem sýna ný verk eftir bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamenn sem búsettir eru á norðvesturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum ásamt listafólki af frumbyggjaættum frá öllu svæðinu.

Segja má að listafólk sé landkönnuðir nútímans, bæði í landfræðilegum og huglægum skilningi. Loftslags og umhverfisbreytingar, alþjóðavæðing, auk sársaukafullrar sögu nýlenduvæðingar innfæddra þjóða, eru undirrót nýrra
listaverka sem takast á við þungan straum áskorana um gjörvallt Norðrið á ólíkum sviðum samfélags, efnahags, stjórnmála og umhverfis. Listafólk tekst líka á við þá blekkingu að Norðrið sé afskekkt auðn og skorar á hólm rómantíska tálmynd af ósnortnu landi og meintri einsleitni samfélaganna.
Sýningin ferðast á milli samstarfsaðilanna þriggja - en fyrsta opnunin var í Portland Museum í Main, Bandaríkunum í febrúar á þessu ári. Þann 13. október n.k. opnar hún í Hafnarhúsi og stendur til 5. febrúar 2023 og þaðan heldur sýningin til Bildmuseet í Umeå, Svíþjóð.

Иorður og niður fylgir vegleg sýningarskrá og fræðsludagskrá.
Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs,
Samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar
um norðurslóðir, Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Norræna menningarsjóðsins, Norrænu menningargáttarinnar, Myndlistarsjóðs og TVG-Ziemsen.

Sýningarstjórar eru Anders Jansson, Jaime DeSimone og Markús Þór Andrésson.

Listamenn á Иorður og niður:

Ragnar Axelsson (Ísland)
Arngunnur Ýr (Ísland)
Magnús Sigurðarson (Ísland)
Snæbjörnsdóttir/Wilson (Ísland,Bretland)
Anna Líndal (Ísland)
SUPERFLEX (Danmörk)
Jóhan Martin Christiansen (Færeyjar, Danmörk)
Andreas Siqueland (Noregur)
Ann Cathrin November Høibo (Noregur)
Frida Orupabo (Noregur)
Gideonsson/Londré (Svíþjóð)
Mattias Olofsson (Svíþjóð)
Bita Razavi (Finnland)
Hans Rosenström (Finnland)
Julie Edel Hardenberg (Grænland)
Jessie Kleemann (Grænland)
Máret Ánne Sara (Samaland, Noregur)
Anders Sunna (Samaland)
Katarina Pirak Sikku (Samaland)
Christopher Carroll (USA)
Joshua Reiman (USA)
Justin Levesque (USA)
Lauren Fensterstock (USA)
Peter Soriano (USA)
Reggie Burrows Hodges (USA)
D´Arcy Wilson (Nýfundnaland)
Jason Brown aka. Firefly (Penobscot, USA)
Joan Jonas ( Nova Scotia, USA)
Meagan Musseau (Ktaqmkuk, Nýfundnaland)

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page