Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Fyrstu snjóar - Jóhannes S. Kjarval

fimmtudagur, 22. september 2022
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Fyrstu snjóar - Jóhannes S. Kjarval
Ný sýning – Jóhannes S. Kjarval: Fyrstu snjóar
Laugardag 24. september kl. 10-17.00 á Kjarvalsstöðum
Á sýningunni Fyrstu snjóar eru lykilverk á ferli Kjarvals, auk verka sem koma sjaldnar fyrir almennings sjónir. Málverk og teikningar frá öllum ferli Kjarvals varpa ljósi á fjölbreytileikann og breiddina í lífsverki listamannsins þar sem náttúran og íslenskt landslag voru helsta viðfangsefni hans.
Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og fjölbreytt lífsverk hans nær yfir fjölda málverka af náttúru landsins, kynjaverum og fólkinu í landinu.
Verkin á sýningunni eru öll úr safneign Listasafns Reykjavíkur.