Listasafn Einars Jónssonar: Aðgát skal höfð - Samsýning meistaranema í LHÍ
miðvikudagur, 30. mars 2022
Listasafn Einars Jónssonar: Aðgát skal höfð - Samsýning meistaranema í LHÍ
Fimmtudaginn 31. mars kl. 17 opnar sýningin Aðgát skal höfð í Listasafni Einars Jónssonar. Sýningin er samstarf meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands og meistaranema í áfanga um sýningarstjórnun við Háskóla Íslands.
Safn Einars Jónssonar getur virkað eins og lokaður heimur fyrir mörgum, fullur af framandi táknmyndum og goðsögum, vísunum í hetjur, hefðir og hugsjónir.
Á sýningunni, sem sett er upp innan um fastasýningu safnsins og opnaði fyrir hartnær einni öld, mætir samtíðin fortíðinni á nýjum forsendum. Við þessar krefjandi aðstæður leitast listamennirnir við að hefja samtal við „vofur“ safnsins, heim þess og rými með því að vekja athygli á því sem hefur nærveru í fjarveru sinni.
Vofur fortíðar birtast í ýmsum myndum í samtímanum og minna á þögguð samtöl eða gleymdar sögur sem ganga í endurnýjun lífdaga þegar viðfangsefni eru skoðuð með nýrri nálgun, líkt og listamennirnir gera hér. Sýningin skapar þannig vettvang fyrir ólíkar frásagnir, þar sem listamennirnir takast á við heim og hugmyndir Einars með því að brjóta upp og opna það sem er hulið.
Aðgangur er ókeypis á meðan sýningu stendur.
Opnun verður fimmtudaginn 31. mars kl. 17-19 og sýningin mun standa yfir til 10. apríl.
Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12-17.
Leiðsögn:
Laugardagurinn 2. apríl á ensku kl. 14
Sunnudagurinn 3. apríl í samvinnu Hallgrímskirkju kl. 12:30
Fimmtudagurinn 7. apríl hádegisspjall um verkefnið á íslensku kl. 12:10 með Hildi Bjarnadóttur prófessor við myndlistardeild LHÍ og ÖlmuDís Kristinsdóttur safnstjóra LEJ
Laugardagurinn 9. apríl á íslensku kl. 14
Meistaranemar við Listaháskóla Íslands
Adam Alva Fejfar
Alexis Brancaz
Andreas Hopfgarten
Deepa R. Iyengar
Íris María Leifsdóttir
Júlíanna Ósk Hafberg
Kristín Einarsdóttir
Megan Auður
Sarah Finkle
Thora Karlsdóttir
Meistaranemar við Háskóla Íslands
Dagbjört Drífa Thorlacius
Grétar Þór Sigurðsson
Helga Jóakimsdóttir
Hólmar Hólm
Marín Björt Valtýsdóttir
Odda Júlía Snorradóttir
Sigrún Sandra Ólafsdóttir
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Í samstarfi við: Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands