top of page

Listasafn Íslands: Sviðsett augnablik - sýningaropnun alla helgina

508A4884.JPG

föstudagur, 21. janúar 2022

Listasafn Íslands: Sviðsett augnablik - sýningaropnun alla helgina

Sviðsett augnablik - sýningaropnun alla helgina
Verið velkomin í Listasafn Íslands á sýninguna Sviðsett augnablik opnunarhelgina 22. - 23. janúar 2022, frá klukkan 10:00 - 17:00.

Ókeypis aðgangur alla helgina.

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands, sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag og er lögð áhersla á að sýna fjölbreytilega notkun ljósmyndamiðilsins sem er bæði margslunginn og teygir anga sína í margar áttir. Staða ljósmyndunar sem listgreinar hefur eflst á síðastliðnum áratugum en lengi vel naut ljósmyndin ekki viðurkenningar sem fullgilt listaverk vegna fjölföldunareiginleika sem þóttu stangast á við hið einstaka og háleita í listum.
Á Íslandi má segja að með notkun hugmyndalistamanna á ljósmyndinni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi hún fyrst farið að njóta athygli sem myndlistarform. Í upphafi var ljósmyndamiðillinn notaður sem skráningarform á gjörningum þar sem ljósmyndin var ein til vitnis um framkvæmd verksins en jafnframt var hún markvisst sett fram sem listaverk í sjálfu sér, samanber ljósmyndaseríu Sigurðar Guðmundssonar, Situations, sem hann gerði á árunum 1971—1982. Í þessum verkum er ljósmyndaverkið skilgreint sem listaverkið sjálft en á sama tíma lítur hann á verkin sem aðstæður, ljóð eða skúlptúra frekar en ljósmyndir.
Mikil gróska var í ljósmyndun á níunda og tíunda áratugnum sem má rekja til nýrrar kynslóðar ljósmyndara sem menntaði sig við erlenda listaháskóla. Fagurfræði hins hversdagslega varð áberandi myndefni á seinni hluta 20. aldar ásamt nýrri sýn á náttúruna og umhverfið. Í tengslum við framfarir stafrænnar tækni undanfarin tuttugu ár hefur ljósmyndin tekið róttækum breytingum og hlotið viðurkenningu sem listmiðill innan samtímalista. Í kjölfarið urðu ljósmyndaverk markviss hluti aðfanga listasafna og hefur Listasafns Íslands t.a.m. keypt ljósmyndaverk eftir fjölda samtímaljósmyndara og listamenn sem nota sér skrásetningarmöguleika ljósmyndatækninnar við að sviðsetja hugmyndir sínar og fanga hið rétta augnablik.
Sýningin er í tveimur sölum og hverfist um tiltekin svið sem segja má að séu ríkjandi í ljósmyndaverkum samtímalistamanna og ljósmyndara á alþjóðavísu.
Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta.


Mynd:
Encore, 1991
Sigurður Guðmundsson (1942)
LÍ 4899

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page