top of page

Listasafn Íslands: Námskeið fyrir fullorðna - Steina: Tímaflakk

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. október 2025

Listasafn Íslands: Námskeið fyrir fullorðna - Steina: Tímaflakk

Við vekjum athygli á námskeiðinu Steina – Tímaflakk, sem fer fram í nóvember. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja dýpka skilning sinn á tímatengdum miðlum, þ.e. listformum sem byggja á tíma, svo sem kvikmyndum, myndböndum, hljóði og stafrænum tækni- og miðlunarleiðum.

Farið verður yfir helstu hugtök og þróun tímatengdra miðla og verk samtímalistamanna skoðuð. Sýningin Steina: Tímaflakk, verður i brennidepli og rýnt verður í ferill og verk Steinu Vasulka, brautryðjanda á sviði vídeólistar.

Kennsla fer fram:
▪️Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 17:15–19:00
▪️Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17:15–19:00
▪️Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:15–19:00

Nánar um námskeiðið: https://www.listasafn.is/laera/namskeid-fyrir-fullordna/

Námskeiðið er samstarf Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page