top of page

Listasafn Árnesinga: Summa & Sundrung - Gary Hill, Steina og Woody Vasulka

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. september 2022

Listasafn Árnesinga: Summa & Sundrung - Gary Hill, Steina og Woody Vasulka

17. september – 18. desember 2022
Summa & Sundrung

Samvinnuverkefnið Summa & Sundrung varð til sem tækifæri til að
skoða og leggja áherslu á skurðpunkta, kanna margbreytileika, og gefa
áhorfendum möguleika á að ferðast um verk vídeó- og
raflistarfrumkvöðlanna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka, með því
að leggja stíga í gegnum yfirgripsmikið höfundarverk listafólksins.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sameiginlega eiginleika elstu verka
þeirra og hvernig listræn vinna þeirra þróaðist svo sitt í hverja áttina; á
hugtakslega, framkvæmda og íhugula túlkun hins efnislega og hins
smávægilega í þremur einstökum ferlum sem endurspegla sérstæði
hvers og eins þeirra og einstæða málskipan.
Róf þeirra verka sem hér eru til sýnis spannar áratugi og tekur til verka
frá því snemma á ferlinum þar sem unnið er með rafræn úrvinnslutæki til
að skrá í rauntíma gagnvirkni véla, frammistöðu þeirra og notkun til að
efla skynjunina. Önnur verk endurspegla þróun orðfæris hvers og eins
þeirra og sýna hvernig listamennirnir nota, skoða eða víkja frá
algóritmanum eða kóðanum á einstakan hátt með tilraunakenndum
athugunum. Hið gagnkvæma rannsóknarsamband milli hljóðs og
myndar býður upp á að gestir íhugi og dragi í efa eðli, uppruna og
samhengi miðilsins sjálfs og þeirra upplýsinga sem hann ber og miðlar.
Hin sjaldséðu tilraunaverk Woodys Vasulka, Peril in Orbit og 360 degree
space records er að finna á sýningunni. Tvö ný verk hafa verið unnin
sérstaklega fyrir Summu & Sundrungu: Parallel Trajectories eftir Steinu
rekur, fer aftur í og enduruppgötvar sjónrænt tungumál
samvinnuverkefna Vasulka-hjónanna; og Gary Hill færir okkur verkið
None of the Above, þar sem listamaðurinn fer með sjálfhverfan texta og
skapar eðlislægar vísanir með handahreyfingum.
Sýningarstjórar eru Jennifer Helia DeFelice, Halldór Björn Runólfsson og
Kristín Scheving,

18. september klukkan 14:00 býður safnið upp á listamannaspjall með
Gary Hill.
Summa & Sundrung er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Brno House of Arts
– Vasulka Kitchen Brno styrkt af Thoma Foundation, Safnaráði, BERG Contemporary,
Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Vasulka Foundation, Hveragerði, Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Tékklands og Brno borg.

-------- English ---------

September 17th – December 18th.
The exhibition Sums & Differences at Listasafn Árnesinga—LÁ Art
Museum brings together works by Gary Hill, Steina, and Woody
Vasulka. It aims to present the commonalities of their earliest
explorations and the subsequent divergence of their artistic
practices, their conceptual, performative, and contemplative
interpretations of the physical and the immaterial, along three
unique trajectories.
This collaborative project offers a new, albeit reductive, path
through the artists’ extensive practices. In the exhibition the mutual
exploratory relationship between image and sound is highlighted.
The spectrum of work spans several decades and presents early
exploratory pieces which use electronic processing tools that
document real-time machine interactions and their performance and
use as an augmentation of the senses. Additional works reflect the
development of the artists' individual vocabularies and illustrate how
they utilize, examine, and break with the algorithm or code in a
unique way through their experiential research.
Steina's new work Parallel Trajectories and Gary Hill's new
piece None of the Above will be premiered at the exhibition and the
rarely seen film works Peril in Orbit and 360 degree space
records by Woody Vašulka will be featured in this new unexpected
constellation.
Curated by Jennifer Helia DeFelice, Halldór Björn Runólfsson,
and Kristín Scheving.
On September 18th at 14:00 there will be an artist talk with Gary Hill.
Summa & Sundrung/Sums & Differences is a collaborative project of Listasafn Árnesinga
– LÁ Art Museum and the Brno House of Arts – Vasulka Kitchen Brno made possible
through the generous support of Thoma Foundation, Museum Council of Iceland, BERG
Contemporary, South Iceland Development Fund, Vasulka Foundation, Hveragerði, the
Ministry of Culture of the Czech Republic, and the Statutory City of Brno.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page