top of page

Listasafn Árnesinga: Hringrás - Þórdís Erla Zoëga

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

Listasafn Árnesinga: Hringrás - Þórdís Erla Zoëga

Verið velkomin í Listasafn Árnesinga opnunarhelgina
5-6 febrúar frá 12-17.
Hringrás - Þórdís Erla Zoëga
5. febrúar – 22. maí 2022

Sýningarstjóri: Erin Honeycutt
Á yfirborðinu vinnur Þórdís Erla Zoëga með nánd, samhverfu og jafnvægi. Hinsvegar er eðli þessa „yfirborðs“ margslungið bæði efnislega og myndrænt séð. Þórdís, sem útskrifaðist með BFA-gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academie árið 2012, hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem eru oft staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, sér í lagi hvað varðar notkun hennar á litbreytifilmu. Filman myndar ljósbrot og sýnir marga mismunandi liti, sem ráðast af því hvernig ljós brýst í gegnum hana þannig að hún endurvarpar sumum litum en hleypir öðrum í gegn.
Verkið er unnið beint inn í rýmið og gerir áhorfandann meðvitaðan um skynjun sína á rýminu og um líðandi stund; hringrásina sem myndar sólarhringinn.
Í fyrri verkum Þórdísar hefur hún nýtt litbreytifilmu til að skoða og kryfja stafræna fagurfræði hversdagsins, leika sér með virkni og notagildi hennar, en einnig til að sýna hversu abstrakt hún er. Á sýningunni Hyber Cyber (Þula, 2020) voru viðmót skjáa skoðuð sem mun stærri hluti lífs okkar en við gerum okkur grein fyrir. Stafrænu partar skjáanna voru einfaldaðir með því að setja þá fram í öðrum efnivið og öll gagnvirkni þeirra fjarlægð svo að það eina sem eftir stóð var kunnuglegt myndmálið án virkninnar. Hugmyndin var að við eyðum flestum okkar stundum fyrir framan skjá af einhverju tagi. Skjáirnir í þessu tilfelli voru gerðir úr akrýlgleri, litbreytifilmu og LED-ljósum. Flöturinn var laserskorinn til að líta út eins og tölvuskjár og LED-ljósin voru leidd í gegnum yfirborðið svo að formin lýstust upp. Sama hversu stafrænt útlitið var á yfirborðinu þá var þetta með öllu ógagnvirkt. Þarna togast á hið stafræna og flaumræna og úr verður afhjúpandi rannsókn á sambandi snertiskyns okkar við ljós.
Listamannaspjall 6. febrúar klukkan 16:00

sjá nánar á www.listasafnarnesinga.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page