Listasafn Árnesinga: Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
miðvikudagur, 1. júní 2022
Listasafn Árnesinga: Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
Listasafn Árnesinga opnar nýja sýningu laugardaginn 4. júní kl. 15:00.
Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings; Zsóka Leposa á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum.
Vandað hefur verið til verks og einnig gefin út vegleg sýningarskrá með ritgerðum og endurminningum listamanna.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Eggert Pétursson, Endre Tót, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí & Sigurður Guðmundsson
Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands leikur fyrir gesti og breski listamaðurinn Nick White mun einnig bjóða upp á vinnustofur um helgina, og eins og alltaf er ókeypis inn.