top of page

Listasafn Árnesinga: Alheimsklukkan - Ásdís Sif Gunnarsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 26. nóvember 2021

Listasafn Árnesinga: Alheimsklukkan - Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Þann 28. nóvember frumsýnum við Alheimsklukkuna eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Verkið verður til sýnis til 22.12.21

Alheimsklukkan

“Við hérna úr myrkrinu, lýsum upp með hugsunum okkar”
“Við hér frá botni sjávar, norðurhveli jarðar horfum upp og lesum í tunglið og norðurljósin”
Nýtt vídeóverk eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur verður til sýnis á aðventunni í Listasafni Árnesinga.
Ásdís Sif dvaldi í Varmahlíð í Hveragerði í júlí og eftir það var hún beðin um að gera hugvekju á aðventunni með sérstökum skilaboðum til gesta og gangandi.
Hugvekjurnar á aðventu er verkefni sem safnið byrjaði með á síðasta ári þegar að Covid smitin í samfélaginu voru mörg og var þetta leið safnsins til að senda falleg skilaboð út í myrkrið.
Hægt verður að sjá verkið allan sólarhringinn út um einn af gluggum safnsins.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page