top of page

Listasafn Árnesinga: Þú ert kveikjan - Ingunn Fjóla

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

Listasafn Árnesinga: Þú ert kveikjan - Ingunn Fjóla

Verið velkomin í Listasafn Árnesninga opnunarhelgina 5-6 febrúar frá 12-17.

Þú ert kveikjan - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið og bregðast við þeim vísbendingum sem Ingunn Fjóla hefur byggt inn í verkið. Ætlast er til þess að hreyft sé við innsetningunni, en hvernig sú tilfærsla fer fram veltir upp spurningum um sambandið milli röskunar og myndbyggingar verksins.

Fyrri verk Ingunnar Fjólu hafa að mestu verið málverk og innsetningar. Með því að nota ólík efni, sem á ófyrirsjáanlegan hátt ögra fagurfræðilegri upplifun áhorfenda og hvernig þeir skynja sýningarrýmið, fellir hún saman fyrirframgefnar upplýsingar sem augað nemur við hugmyndafræði sem talar til áþreifanleika líkamans. Áhorfandinn tekur þátt í abstrakt frásögn sem verður til úr ýmiskonar flötum og sjónarhornum. Málaðir fletir í höfundarverki Ingunnar Fjólu vísa í ýmsar áttir – stundum minna þeir á skilrúm eða göngupall en öðrum stundum á merki, svið eða skjá.

Á sýningunni Þú ert kveikjan geta gestir fært til hluti verksins þannig að kerfið kann að rofna eða breytast, allt eftir því hvernig maður skynjar mörkin milli reglu og óreglu. Allt rúmast innan þeirra hreyfinga sem áhorfendur leggja til. Í lok dags er verkið núllstillt með því að raða öllu aftur í sitt í upprunalega horf svo leikurinn geti hafist að nýju næsta dag og þannig dvelur innsetningin í stöðugu flæði milli reiðu og óreiðu.

Þú ert kveikjan er ný útgáfa af samnefndri innsetningu eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur sem sýnd var í Galerie Herold í Bremen, Þýskalandi 13. september – 13. október 2019. Völdum hlutum verksins hefur verið breytt til að aðlaga rýminu í Listasafni Árnesinga.

Sýningarstjóri: Erin Honeycutt
Listamannaspjall 6. febrúar klukkan 14:00
sjá nánar á www.listasafnarnesinga.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page