top of page

Listamannaspjall við Veru Hilmars

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. september 2025

Listamannaspjall við Veru Hilmars

Vera Hilmars verður með listamannaspjall í tengslum við sýninguna Að hluta í sundur, laugardaginn 6. sept milli kl. 13-14 í Listasal Mosfellsbæjar. Einnig er þetta lokadagur sýningarinnar.
Í verkum sínum leitast Vera við að einfalda eigin hugmyndir um tilveru mannsins í gegnum núvitund, tíma og tengsl við upprunann, náttúru og innra sjálf. Hún nýtir aðferðir á borð við línuteikningu og punktaaðferð til að skapa tilfinningu fyrir tíma og kyrrð. Verkin sýna form, takt og endurtekningu sem birta ákveðna innri ró, einskonar hugleiðsla á striga.
Vera Hilmarsdóttir (f. 1992) lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2018. Á öðru námsári fór hún í skiptinám til Berlínar, þar sem hún lagði stund á ljósmyndun og myndlist í eitt ár við The University of Applied Sciences Europe. Vera flutti aftur til Berlínar að námi loknu og starfaði þar sem listakona og fyrirsæta til ársins 2020.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page