top of page

Listamannaspjall við Margréti Jónsdóttur

508A4884.JPG

miðvikudagur, 20. ágúst 2025

Listamannaspjall við Margréti Jónsdóttur

Mikil aðsókn á sýningu Margrétar í Sigurhæðum
- leiðsögn og spjall á laugardag 23. ágúst kl 13

Margrét Jónsdóttir leirlistakona vann síðastliðið ár ný verk í samstarfi við Flóru menningarhús og eru verkin gerð sérstaklega fyrir húsið Sigurhæðir.

Verk Margrétar eru hluti af heildarframsetningu staðarins í ár og eru innan um sögutengdar innsetningar, menningararfinn, sem og verk og vörur, líka frá öðrum listamönnum og skapandi fólki.

Um tvær verkaraðir er að ræða hjá Margréti: Rammar úr postulínsleir og persónuskúlptúra úr steinleir. Verkin eru hluti af fjörtíu ára starfsafmæli Margrétar og má segja að þessi verk eigi sér engan líka og skapa á sama tíma skíra sérstöðu á ferli Margrétar. Um sölusýningu er að ræða.

Mjög mikil aðsókn hefur verið á sýninguna, en hún stendur til og með laugardagsins 11. október. Það er opið í Sigurhæðum fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl 9-17 í ár og það er enginn aðgangseyrir. Best er að koma að Sigurhæðum upp eða niður fínu nýju tröppurnar við Akureyrarkirkju og svo eftir göngustíg að húsinu.

Margrét verður síðan sjálf á staðnum laugardaginn næstkomandi 23. ágúst kl 13 og verður með smá spjall og leiðsögn um sýninguna. Öll velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page