top of page

Listamannaspjall D51: Sadie og Jo

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

Listamannaspjall D51: Sadie og Jo

Sadie Cook og Jo Pawlowska ræða sýninguna Allt sem ég vil segja þér fimmtudaginn 26. júní kl. 20.00 í Hafnarhúsi.

Á 51. sýningu D-salar sýningarraðarinnar tekur á móti gestum gífurlegt magn ljósmynda og kvikra mynda í nýrri innsetningu eftir Sadie Cook og Jo Pawlowska. Myndefnið inniheldur sviðsetta drauma, bjöguð vídeó, skjáskot af samtölum á síðkvöldum, pixlaðar sjálfur og læknaskýrslur. Hvert verk endurspeglar leit listamannanna að ummerkjum lifaðrar reynslu á eigin líkama.

Sýningin byggist á möguleikanum að geta verið til fyrir utan áskapaða tvíhyggju. Hið listræna samstarf þrífst á núningnum sem myndast þegar þráin nuddast upp við viðkvæmt líf og óteljandi möguleikar eru kannaðir.

Samstarf Sadie Cook og Jo Pawlowska spratt upp af því að hvort um sig var með snoðkoll. Það þróaðist áfram í samtölum um hár, sjálfið, sjálfsmynd, uppbrot línulegrar framvindu og internetið. Listrænt samkrull þeirra hófst fyrir alvöru einn sólskinsdag í maí 2024 þegar Jo tók fyrsta skammtinn af testósteróni á meðan Sadie dýfði fótunum í slím og smellti af mynd á bleika plastmyndavél.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007 og hafa yfir fimmtíu listamenn tekið þátt. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu á opinberu safni.

Samtalið mun fara fram á ensku.
Skráning á vefsíðu safnsins.

Aðgangsmiði á safnið gildir. Frítt fyrir yngri en 18 ára, árskorthafa og menningarkorthafa.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page