Listamannaspjall 26. júní kl. 19 - GROTTO RE

fimmtudagur, 26. júní 2025
Listamannaspjall 26. júní kl. 19 - GROTTO RE
Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall fimmtudaginn næstkomandi kl. 19 í Kling & Bang, þar sem listamennirnir Ynja Blær Johnsdóttir, Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson munu ræða verk sín og sýningu þeirra, GROTTO RE.
Á sýningunni GROTTO RE má sjá ný verk eftir Ynju Blæ, Daníel og Helga Má.
Ynja Blær vinnur helst í miðli blýantsteikningarinnar en inntak verka hennar er gjarnan hugleiðing á vitninu, vitundinni sem skynjar lífið. Teikningarnar eru unnar í lögum yfir langan tíma, ýmist á pappír, steypu, eða grjót. Lýsa má ferlinu hennar eins og „long exposure” á filmumynd, þar sem mismunandi birtuskilyrði fá að máta sig inn í umhverfið og eftir verður kjarni þess, jafnvel kjarni vitundarinnar sem í því býr.
Daníel og Helgi Már heimfæra verk sitt Grotto Berlin sem þeir unnu saman árið 2014 upp á aðstæður í dag. Þeir vinna með hleðslu minnis og tilfinninga í rými, bæði í listasögulegu og veraldlegu samhengi. Titill verksins vísar til Merzbau verka Kurt Schwitters, en hann var brautryðjandi í framúrstefnu myndlist 20. aldar. Schwitters endurskilgreindi samtímalistina með því að nota fundið efni, oft á tíðum vanefni og endurhugsaði mörk forms og rýmis. Verk hans – sérstaklega Merzbau – virka eins og nútíma hellar: kaotísk, lífræn umhverfi byggð úr leifum hversdagsleikans. Sögulega séð þjónuðu manngerðir hellar sem millibilsástand eða rými fyrir líkneski til trúarlegar iðkunar. Einhverskonar millibil milli hins veraldlega heims og handan heimsins, þar sem þeir blönduðu saman hinu náttúrulega og tilbúna, hinu heilaga og hinu óhelga. Merzbau Schwitters færir þessa hefð inn í samtímann og fyllir sögulegan anda hellisins með nýrri efnislegri meðvitund sem fæðist úr stríði, landflótta og sundrungu samtímans.
Notkun Schwitters á fundnum hlutum innan merkingarkerfis myndlistarinar á ekki rætur sínar að rekja til varanleika heldur til umbreytinga. Þessi nálgun tengist ruslahaugum sögunnar sjálfrar – lögum hennar, glötun og undarlegum samsetningum. Í stað þess að gera minnisvarða um fortíðina skapaði Schwitters rými sem önduðu af hverfulleika og spuna. List hans stendur gegn hreinum línum rökhyggjunnar og býður í staðinn upp á áþreifanlega en óstöðuga ljóðræna kenningu þar sem ný form koma fram úr rústum.
Í Kling & Bang verður til önnur ítrun af verki þeirra Daníels og Helga Más og áfram verður hleðsla á formum, tilfinningum, tíma og anda höfð að leiðarljósi. Í kringum þessi verk myndast andrými þar sem verk Ynju Blævar njóta sín. Lag eftir lag, öll vinna listamennirnir með hleðslu – hleðslu á tilfinningum, þyngslum, öðru lagi af málningu, önnur umferð af blýanti, meira og aftur meira.
English
Kling & Bang warmly welcomes you to an artist talk this Thursday at 7 pm. The exhibiting artists Ynja Blær, Daníel and Helgi Már will discuss their works and the exhibition GROTTO RE.
Ynja Blær uses drawing to explore how our consciousness perceives life. The drawings are made in layers over a long period of time, either on paper, concrete or stone. Her process can be described as a “long exposure” on a film, where different lighting conditions blend together to capture the true nature of a place, or even the feeling of the consciousness that inhabits it.
Daníel and Helgi Már revisit their 2014 collaboration Grotto Berlin, updating it to reflect current times. Their work explores how memories and emotions accumulate in a space, both in an art historical and everyday context. The title of the work is a nod to the Merzbau works of Kurt Schwitters, a pioneer in 20th century avant-garde art. Schwitters redefined contemporary art by using found materials, often discarded, and with them rethought the boundaries of form and space. His works – especially Merzbau – function like modern caves: chaotic, organic environments built from the remains of everyday life. Historically, man-made caves were seen as sacred places, a sort of boundary between the ordinary world and something beyond – where nature and human creation, and the sacred and everyday, met. Schwitters’ Merzbau updates this tradition, giving the ancient idea of the cave a new meaning that reflects today’s conflicts, displacement, and fragmented societies.
Schwitters’ use of found objects within the system of visual art is not rooted in permanence but in transformation. This approach relates to how history itself accumulates layers, destruction, and strange mixtures. Instead of creating monuments to the past, Schwitters made spaces that felt temporary and unplanned. His art resists the clean lines of rationalism, offering a tangible but unstable poetic idea where new shapes and meanings emerge from ruins.
At Kling & Bang, a second iteration of Daníel and Helgi Már’s work is created, and the layers of emotions, forms, time and spirit continue to be central. Ynja Blær’s layered drawings exist within the overall space their work creates. All the artists in the exhibition work with accumulation – adding more emotions, more weight, another coat of paint, another layer of pencil, constantly building and adding – more and more.