Listamannaspjall - Habby Osk í Listasal Mosfellsbæjar
fimmtudagur, 20. júlí 2023
Listamannaspjall - Habby Osk í Listasal Mosfellsbæjar
Habby Osk opnaði einkasýningu sína Components þann 30. júní í Listasal Mosfellsbæjar og gekk allt að óskum. Í jarðskjálftahrinu, í aðdraganda eldgossins við Litla-Hrút, gerðist það leiðinlega atvik að tvö af verkunum hennar duttu í gólfið og sködduðust. Loka þurfti sýningunni tímabundið aðeins viku eftir að hún var opnuð. Habby Osk hefur aldrei á sínum listaferil þurft að loka sýningu vegna jarðskjálfta og vonar að það komi ekki til með að endurtaka sig.
Titillinn Components vísar í að vera partur af stærri heild eða kerfi og áhrif þess. Tengslin á milli parta geta verið viðkvæm og oft má lítið út af bregða til að breytingar verði og að heildin falli eða kerfið hrynji. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og ljósmyndum þar sem verkin reiða sig á að hver partur standi sig. Tengslin sem þeir mynda verða hluti af heild og stærra kerfi en eru jafnframt aðskiljanlegir.
Sýningin var opnuð aftur 17. júlí og verður framlengd til 4. ágúst.
Habby Osk verður með listamannaspjall þann 20. Júlí kl 17