Listamannaspjall í tengslum við Jólalistamarkað Mosfellsbæjar

miðvikudagur, 3. desember 2025
Listamannaspjall í tengslum við Jólalistamarkað Mosfellsbæjar
Listamannaspjall í Listasal Mosfellsbæjar – laugardaginn 6. desember kl. 13–15
Listasalur Mosfellsbæjar býður gestum og listamönnum í létt og notalegt listamannaspjall í tengslum við Jólalistamarkað Mosfellsbæjar laugardaginn 6. desember milli kl. 13–15.
Yfir 60 listamenn sýna og selja verk sín á markaðnum – þar er nóg að sjá, ræða og njóta!
Listamannaspjallið er óformlegur og hlýlegur viðburður, þar sem listamenn og listunnendur fá tækifæri til að hittast, deila hugmyndum og spjalla saman í fjölbreyttu og lifandi rými fullt af list og jólastemningu.
Jólalistamarkaðurinn opnaði með hátíðlegri stemningu í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 22. nóvember. Þar geta gestir notið fjölbreyttrar listar, spjallað við listamennina sjálfa og fundið jólastemninguna í hlýlegu og skapandi umhverfi. Öll verk eru til sölu, og rennur allur ágóði beint til listamannanna sjálfra. Gert er ráð fyrir að sýningin taki breytingum meðan á henni stendur, þegar verkin á veggjunum fá nýja eigendur og önnur koma í þeirra stað.
Listasalur Mosfellsbæjar staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, og er opinn á opnunartíma safnsins. Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu.
Jólalistamarkaðurinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2024 og kom í til í framhaldi af samþykkt Menningar- og lýðræðisnefndar um að síðasta sýning ársins yrði listaverkamarkaður í stað hefðbundinnar sýningar. Hugmyndin kom frá íbúa, þótti áhugaverð og til þess fallin að styðja við listafólk í bænum auk þess að gefa lítt reyndari listafólki tækifæri á að sýna verk sín.
Jólalistamarkaðurinn stendur fram til 19. desember og er opinn öllum gestum. Aðgangur er ókeypis.
Komdu, njóttu listarinnar og láttu þig hlakka til jóla með okkur í Listasal Mosfellsbæjar.
Hlekkur á viðburð: https://fb.me/e/6d5jB6EaM
Sýningarstjóri: Maddý Hauth (meðfylgjandi mynd er af Maddý Hauth)
Ljósmyndir eftir Huldu Margréti Ólafsdóttur
Listamenn sem taka þátt í Jólalistamarkaði eru:
Aðalbjörg Þórðardóttir
Anna Fríða Jónsdóttir
Áslaug Saja Davíðsdóttir
Baldur Garðarsson
Bergrós Gígja Þorsteinsdóttir
Bergur Thorberg
Bryndis Björgvinsdóttir
Catherine Côté
Dominika Kalandrová
Elín Anna Þórisdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Erna Hlöðversdóttir
Fjóla Ósland Hermannsdóttir
Fríða Gauksdóttir
Fríða Katrín Bessadóttir
Fríða María Harðardóttir
Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir
Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson
Guðný Rúnarsdóttir
Guðrún Sverrisdóttir
Hafdís Ósk Sigurðardóttir
Halla Þórðardóttir & Saga Kjerúlf Sigurðardóttir
Helga Jóhannesdóttir
Helga Ólafs
Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir
Hrönn Helgadóttir
Huginn Þór Grétarsson
Íris María Leifsdóttir
Jaclyn Poucel Árnason
Hildur Þöll
Jóhanna Ingimundardóttir
Jón Ólafur Ólafsson
Jóna Kristjánsdóttir
Jonathan Swerdlow
Justine Andrea Unkel
Katrín Matthíasdóttir
Kristjana Rúna Kristjánsdóttir
Lara Roje
Laufey Björnsdóttir
Margrét Jónsdóttir
María Manda Ívarsdóttir
Maria Þorleifsdottir
Markús Bjarnason
Ólafur Hafsteinn Einarsson
Oliver Benónýsson
Rósa Traustadóttir
Rufia Alexeeva
Sarkany (Cristina Agueda)
Sigríður Rut Hreinsdóttir
Sigrùn Brynja Jónsdottir
Sigrún Linda Karlsdóttir
Sigurður Ó.L. Bragason
Sigurrós Svava Ólafsdóttir
Silja Kristjánsdóttir
Sjöfn María Guðmundsdóttir
Steinunn Bergsteinsdóttir
Una Björk Guðmundsdóttir
Unnur Sæmundsdóttir
Zofia Zilkova
Vera Hilmarsdóttir
Vilborg Lóa Jónsdóttir
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Þórunn Bára Björnsdóttir


