top of page

Listamannaspjall: Unnur Óttarsdóttir – SAMTVINNA

508A4884.JPG

fimmtudagur, 31. ágúst 2023

Listamannaspjall: Unnur Óttarsdóttir – SAMTVINNA

Listamannaspjall , laugardaginn 2. september kl. 13 í Gallerí Gróttu, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi

Í listamannaspjallinu fjallar Unnur Óttarsdóttir, um málverkin, ljósmynda- og hljóðverkin á sýningunni Samtvinna. Fer hún yfir þróun og gerð verkanna og hugmyndirnar sem liggja að baki. Fjallar hún einnig um teikningar sem gerðar hafa verið af eftirfarandi listamönnum í bókverk sem eru samtvinnun listrænna krafta þeirra og Unnar:

Birgir Sigurðsson
Birna Rún Karlsdóttir
Birta Guðjónsdóttir
Björg Eiríksdóttir
Einar Falur Ingólfsson
Helga Melkorka Óttarsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Kristín Reynisdóttir
Pálmi Sigurður Jónsson
Ragnar Kjartansson
Rakel Sigurðardóttir
Unnur Lóa Jónsdóttir

Á sýningunni er einnig boðið upp á þátttöku í rannsókn sem tekur um hálftíma og felur í sér samtal, teikniæfingu og útfyllingu spurningalista. Áhugasamir vinsamlegast sendið Unni tölvupóst á unnur@unnurottarsdottir.com til að fá nánari upplýsingar.

Unnur Óttarsdóttir (1962) er starfandi myndlistarmaður og listmeðferðarfræðingur. Hún lauk MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015 og hlaut doktorsgráðu í listmeðferð frá University of Hertfordshire árið 2006. Í listaverkum sínum vinnur Unnur með margvíslega miðla, svo sem málverk, prent, spegla, innsetningar, gjörninga og þátttöku áhorfenda. Unnur hefur starfað við listmeðferð í yfir 30 ár og hefur hún kennt fagið í ýmsum háskólum á Íslandi og erlendis ásamt því að stunda rannsóknir sem hafa sýnt að teikningar eru áhrifaríkar til að efla minni. Unnur hefur jafnframt birt ritrýndar greinar og bókarkafla og flutt fyrirlestra á alþjóðavettvangi um myndlist, listmeðferð, minni og teiknun. Listaverk Unnar sem oft tengja saman myndlist og listmeðferð hafa verið sýnd á sam- og einkasýningum í ýmsum galleríum og söfnum á Íslandi og á alþjóðavettvangi, m.a. í Listasafninu á Akureyri, Listasafninu á Ísafirði, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Færeyja, Edsvik Kunstall í Stokkhólmi og Lorgo das Artes í Brasilíu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page