Listamannaspjall: Ragnheiður Jónsdóttir og Jakob Veigar í Listasafni Árnesinga
miðvikudagur, 13. september 2023
Listamannaspjall: Ragnheiður Jónsdóttir og Jakob Veigar í Listasafni Árnesinga
Verið velkomin í safnið 17. september klukkan 14:00 þar sem Jakob Veigar Sigurðsson mun segja frá sýningunni Megi hönd þín vera heil í Listasafni Árnesinga.
Megi hönd þín vera heil, er saga af ferðalagi frá Íslandi til Írans. Saga af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldar. Ferðalag til einnar af elstu menningu veraldar þar sem hann fann hluta af sjálfum sér í landslagi töluvert frábrugðið hans eigins. Saga af ást sem glataðist, á meðan hann safnaði sögum og efni frá hirðingjum og handverksfólki um allt Íran. Allt frá Frá skítugum mottum, ómetanlegum vefnaði og útsaum sem hann notar til að skapa sína persónulegu og einstöku veröld.
Klukkan 15:00 sama dag verður listamannaspjall með Ragnheiði Jónsdóttur og sýningarstjóranum Daríu Sól Andrews á sýningunni Kosmos / Kaos.
Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.