top of page

Listamannaspjall: Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir - ALVÖRU DRAUMUR 3-6-9

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. júlí 2023

Listamannaspjall: Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir - ALVÖRU DRAUMUR 3-6-9

Listamannaspjall, fimmtudaginn 27. júlí 2023, kl. 17-19 í Fyrirbæri gallerí Ægisgötu 7, 101 RVK.

Fyrirbæri gallerí opnaði einkasýningu Katrínar Ingu Alvöru draumur þann 29. júní síðastliðinn. Kjarni sýningarinnar er sköpunarferli verkanna sem einkenndist af ótta. Kvíðinn sem verður til vegna óttans við sjónræna ákvörðunartöku á sköpun verka leikur eitt af aðalhlutverkum ásamt tilvistar- og heimspekilegum hugleiðingum um tilfinningar gagnvart ýmsum kerfislægum fyrirbærum. Verkin eru sjálfstæðar einingar sem mynda innsetningu, unnin í ólíkum miðlum og efni en sameinast í sjónrænni heimspeki listamanns. Þar sem hið óséða fær sýnileika sprottið úr heimspekilegum spurningum og fagurfræðilegt ímyndunarafli stjórnar útfærslu listaverka innanum tungumal listarinnar. Sýningin Alvöru draumur tilheyrir trílógínunni 3-6-9 þar sem VR gjörninga verk Draumur að veruleika er til sýnis í Nýlistasafninu til 3. ágúst næstkomandi og Algjör draumur sýning Katrínar Ingu í Höggmyndagarðinum lauk fyrir stutt.

Katrín Inga vinnur sína sköpun gegnum alla miðla nútímasamfélagsins. Kerfisleg fyrirbæri eru henni hugleikin og spila oftar ekki aðal rulluna í hennar sjónrænu heimspeki. Hugarfarsbreyting á gildismati ástar- og kynvitundar rís hátt, sett fram á nýfrjálsum grunni þar sem gagnrýnin hugsun tilheyrir hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar er þungavigt við útrýmingu hinnar endalausu hringrásar pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum. Katrín Inga hlaut viðurkenningu Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017); Dungal viðurkenninguna (2012); námsstyrk úr Guðmundu Andrésdóttur sjóðnum (2013); og Fulbright námsstyrkir (2012). Katrín Inga lauk MFA námi við School of Visual Arts í New York (2014); hún skartar BA gráðu í listfræði, með ritlist sem aukafag frá Háskóla Íslands (2012); og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2008). Katrín Inga á að baki sýningar hérlendis og erlendis, má þar helst nefna einkasýningar hennar 6. bindið í Nýlistasafninu (2013-); Land Self Love í Gallery Gudmundsdottir í Berlín (2020), og samsýningar þar á meðal High Line Art, New York, Bandaríkjunum (2017); Kunstmuseum Liechtenstein, Vaduz, Liechtenstein, (2015); XVII tvíæringur ungra listamanna, MEDITERRANEA 17, Mílanó, Ítalíu (2015).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page