top of page

Listamannaíbúð til leigu á Seyðisfirði

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. október 2023

Listamannaíbúð til leigu á Seyðisfirði

Falleg íbúð til leigu á Seyðisfirði sem er tilvalin fyrir listamenn sem vilja komast úr skarkala borgarinnar og út á land til að njóta og skapa í friði og ró í fallegu umhverfi.

Íbúðin er í Steinholti við Austurveg 22 á Seyðisfirði (íbúð vestur) og er ný uppgerð og falleg og í topp ástandi. Húsið er staðsett miðsvæðis á Seyðisfirði og því er stutt að ganga í alla þjónustu; Kjörbúðina, sund eða rækt.

Íbúðin var síðstliðin vetur í leigu hjá Skaftfelli Listamiðstöð Austurlands og er því sérstaklega vel til þess fallin að hýsa listamenn sem þurfa fallegt og bjart rými til að vinna í. Neðri hæðin er björt og rúmgóð, með flotuðu og máluðu gólfi sem er ekki viðkvæmt fyrir hnjaski.

Íbúðin er laus til leigu í fimm mánuði í vetur, tímabilið 1.nóvember til 1.apríl. Hægt er að leigja hana út allt tímabilið eða mánuð og mánuð í senn.

Íbúðin er 85fm á tveimur hæðum, fullbúin húsgögnum með stofu og eldhúsi á efri hæð og svefnherbergi, vinnurými og baðherbergi á neðri hæð. Tveir inngangar eru í íbúðina - af palli bakatil inn á efri hæð og líka á jarðhæð inn af Austurvegi.

Leiga fyrir 5 mánaða tímabil er 750.000 (150.000 per mánuð) en 180.000 per mánuð ef hún leigist í mánuð og mánuð í senn. Öll leiga er gefin upp.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Tinna Thorlacius á tinna@natturulega.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page