top of page

Listamaðurinn Lukas Bury málar yfir verk vegna kvartana Reykjavíkurborgar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. desember 2023

Listamaðurinn Lukas Bury málar yfir verk vegna kvartana Reykjavíkurborgar

Vegna kvartana Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, þess efnis að á núverandi verki á Skiltinu mætti ekki sjást í sígarettur og að annaðhvort yrði að taka niður skiltið eða amk breiða yfir það, ákvað Lukas Bury, höfundur verksins að breyta verkinu með því að mála yfir ‘hættulegu’ hluta þess með akrýl filtpennum.

Verkið eins og það er í núverandi ástandi, verður til sýnis fram í miðjan desember í Gallerí Skilti, Dugguvogi 43, 104 Reykjavík. Verkið Zigaretten nach Berlin (Sígarettur til Berlínar) byggir á ljósmynd af sígarettutegundinni Jin Ling. Þessi smygltegund sígaretta varð einhver sú vinsælasta í Evrópu á tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar. Verkið er áskorun á gildandi viðmið í myndlist og þenur mörk þess sem er löglegt auk þess að afmá mörkin milli frummynda og eftirmynda.

Verkið Zigaretten nach Berlin dregur nafn sitt frá þekktu dægurlagi frá tíunda áratugnum. Lagið tengist sjónvarpsþáttunum Evróputígrarnir sem voru háðsádeila á upphaf kapítalismans í Póllandi eftir 1989.

Lukas Bury (f. 1991 í Bonn, Þýskalandi, búsettur í Reykjavík) er myndlistarmaður sem vinnur með málverk, myndbönd, innsetningar og gjörninga./ Lukas sameinar óljós mótíf úr listasögunni og af internetinu og skrásetur þau á frásagnarkenndan hátt. Ef það reynist ógerlegt, snýr hann hinu óljósa á hnyttinn hátt í samtímalegt samhengi. / Lukas stundaði MA nám við Listaháskóla Íslands, Hochschule für Bildende Künste í Braunschweig og Brera Academy of Fine Arts í Mílanó.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page