Listahátíðin Oceanus Hafsjór á Eyrarbakka “HAFRÓT”
fimmtudagur, 19. september 2024
Listahátíðin Oceanus Hafsjór á Eyrarbakka “HAFRÓT”
Dagana 9-30 september 2024 mun alþjóðlega listsýningin og vinnustofan Oceanus/Hafsjór, “HAFRÓT” fara fram á Eyrarbakka.
Sýningaropnun verður helgina 28. til 29. september 2024 og mun sýningin einning vera opin fyrstu helgina í október, og verða þannig hluti af Menningarmánuðinum október í Árborg. Opnunarhátíð verður laugardaginn 28.september kl 14.00.
Opnunartími sýningar:
Laugardagur 28 september kl 14.00-18.00 (sýningaropnun)
Sunnudagur 29 september kl 13.00-18.00
Laugardagur 5 október kl 13.00-18.00
Sunnudagur 6 október kl 13.00 -18.00
Sýningin, gjörningar, dans, tónlist og performance, munu mögulega fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði, Rauða húsinu, þorpsversluninni útihúsum við byggðasafnið og möglulega fleiri óhefðbundnum sýningarrýmum víðs vegar um þorpið á Eyrarbakka, úti og inni.
Upplýsingar um tónlistar, dans og gjörninga og aðra viðburði verður tilkynnt um síðar, á heimasíðu hátíðarinnar www.oceanushafsjor.com og á samfélagsmiðlum. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um listamennina.
Helsta markmið verkefnisins er að efla menningarstarfsemi og listsköpun á svæðinu og í nágrenni þess. Gefa kost á, og virkja almenning til listsköpunnar. Vekja áhuga á menningu og sögu okkar sem fyrirfinnst ríkulega á Eyrarbakka. Annað mikilvægt markmið er að auka víðsýni og efla tengingar við framandi menningarheima og hleypa auknu lífi í og fá sýn annra á samfélagið okkar. Eyrarbakki verður í brennidepli, iðandi af lífi og íbúar héraðsins og aðrir gestir, finna, upplifa og taka mögulega þátt í undirbúningi og verða þannig partur af hátíðinni. "Glöggt er gests augað" segir einhversstaðar og það verður áhugavert að sjá túlkun listafólksins á umhverfi og menningu okkar.
Þátttakendur í sýningunni eru 19 listamenn frá Slóvakíu, Póllandi, Þýskalandi, Mauritius, Frakkalandi, Japan, Mexíkó, Ítalíu, Kanada og Íslandi. Þeir munu flestir dvelja á Eyrarbakka í 3 vikur og vinna að list sinni.
Listamennirnir eru myndlistarfólk, tónlistarfólk, ljósmyndarar, gjörningalistafólk, dansarar og rithöfundar.
Listamönnunum sem er boðin þátttaka núna eru að hluta til þeir sömu og í fyrra og að hluta til nýjir aðilar. Þeir dvelja í einkahúsum á Eyrarbakka og þiggja fæði í boði verkefnisins.
Það er mikilvægt að halda áfram þessu starfi sem vel tókst, efla enn frekar menningu á staðnum, og vökva fræin sem sáð var hér í fyrra.
Undanfarin ár hafa listamenn boðið leikskólabörnum og skólabörnum á Eyrarbakka og Stokkseyri á vinnustofur sínar og gert með þeim ýmis verkefni. Í ár er Oceanus einnig í samstafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Listamenn “HAFRÓT” 2024:
Auðunn Kvaran, Ísland
Auður Hildur Hákonardóttir, Ísland
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Ísland
Becky Fortsythe, Kanada/Ísland
Bragi Hilmarsson, Ísland
Christine Gísla, Ísland
Dario Massarotto, Ítalía/Ísland
Genevieve Bonieux, Mauritius/France
Hekla Dögg Jónsdóttir, Ísland
Hera Fjord, Ísland
Yuliana Palacios, Mexíkó/ Ísland
Jörg Paul Janka, Þýskaland
Manou Soobhany, Mauritius
Margrét Norðdahl, Ísland
Piotr Zamjoski, Pólland
Soffía Sæmundsdóttir, Ísland
Tei Kobayashi, Japan
Teitur Björgvinsson, Ísland
Xenia Imrova, Slóvakía