List fyrir alla: Opið fyrir umsóknir
þriðjudagur, 8. febrúar 2022
List fyrir alla: Opið fyrir umsóknir
Fyrir hverja?
Starfandi listamenn, stofnanir og aðra þá er sinna barnamenningu á einhvern hátt.
Til hvers?
Hlutverk List fyrir alla er að styðja við verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Til barnamenningar teljast vekefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Markmið er að jafna aðgengi grunnskólabarna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2021 – 2022 er 15. mars 2021.
Hverjir geta sótt um?
Starfandi listamenn, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um.
Skilyrði úthlutunar
Umsóknum skal skilað inn rafrænt hér á þessari síðu. Þegar verkefni lýkur ber umsækjanda að skila inn greinagerð um hvernig til tókst, hvað gekk vel og hvað má betur fara.
Mat á umsóknum
Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum vera unnin af fagfólki og metnaði. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir í maí ár hvert.
Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag má fá hjá verkefnastjóra List fyrir alla,
info@listfyriralla.is
umsókn