top of page

List í ljósi opnar í níunda skipti nú um helgina á Seyðisfirði

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. febrúar 2024

List í ljósi opnar í níunda skipti nú um helgina á Seyðisfirði

Listahátíðin List í Ljósi kynnir með stolti List í Ljósi - Listahátíð 2024, 9-10 febrúar frá 18:00 til 22:00.

List í ljósi býður sólina velkomna aftur til Seyðisfjarðar Meðal hápunkta hátíðarinnar í ár eru verkin Ísinn bráðnar á pólunum eftir Martin Ersted frá danska listahópnum Ball & Brand, nýtt verk eftirHeklu Dögg Jónsdóttir, Abigail Portner mun taka yfir Skaftfell bæði að innan og utan með myndbandsverki sem ber heitið Hringekja.

Hátíðin List í ljósi fagnar nú komu sólar eftir vetrartímann í níunda skipti um helgina 9.-10. febrúar. Hátíðin mun opna kl 18:00 á föstudaginn. Þegar rökkva tekur verður slökkt á öllum götuljósum og bærinn lýstur upp með fjölbreyttum listaverkum frá seyðfirskum, innlendum og alþjóðlegum listamönnum. Einnig má geta þess að hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Á hverju ári fagnar List í ljósi endurkomu sólarinnar til Seyðisfjarðar með ljósaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Þannig munu listaverkin umbreyta Seyðisfjarðarbæ og stórbrotinni náttúru í uppljómað undarland með listaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Um er að ræða fjöldan allan af ólíkum listaverkum s.s. skúlptúrum, myndvörpun, hljóð- og videoverkum sem listamennirnir hafa mótað að staðháttum og fagna þar með ljósinu eftir fjóra mánuði í skammdeginu.

Allar sýningar, gjörningar og aðrir viðburðir á hátíðinni eru gestum að kostnaðarlausu. Allar frekari upplýsingar má sjá á vefsíðunni https://www.listiljosi.com.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page