top of page

List í Alviðru 2022: Við sjávarsíðuna

508A4884.JPG

föstudagur, 24. júní 2022

List í Alviðru 2022: Við sjávarsíðuna

List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna er menningarverkefni á bænum Alviðru í Dýrafirði. Þar er verið að tengja saman starfandi listafólk á Vestfjörðum við listamenn frá Norðurlandi Eystra, sem vinna saman að sýningu í fjárhúsunum og skilja eftir sig umhverfislistaverk í landi Alviðru.
Samsýningin í Fjárhúsunum opnar laugardaginn 25.júní kl. 14 og er sýningin opin alla daga kl. 14-17 meðan verkefnið er eða til 2.júlí. Á sýningartímabilinu verða þátttakendur verkefnisins við gerð umhverfislistaverka og lýkur því starfi 2.júlí með opnun á umhverfislistinni og verða verkin uppi í landi Alviðru út september. Allir velkomnir.

Þátttakendur í List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna eru:

Brynhildur Kristinsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir
Hjördís Frímann
Karólína Baldvinsdóttir
Ómar Smári Kristinsson
Marsibil Kristjánsdóttir
Sunnefa Elfarsdóttir
Thora Love
Kristján Helgason
Björn Jónsson
Kristján Örn Helgason

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page