top of page

List án Landamæra: Opið fyrir tilnefningar 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. janúar 2024

List án Landamæra: Opið fyrir tilnefningar 2024

Veist þú um fatlaða listamanneskju eða hóp af listafólki sem eiga skilið að fá viðurkenningu fyrir listsköpun sína? Einhvern sem semur ljóð, spilar tónlist, leikur á sviði, dansar, býr til kvikmyndir eða málar málverk?

Árið 2024 verður valinn einn listhópur OG ein listamanneskja ársins. Frestur til 16. febrúar 2024

Sendu póst á netfangið info@listin.is eða fylltu út eyðublaðið á vefsíðunni: https://www.listin.is/tilnefna-listaflk-htarinnar-2024

Með tilnefningunni skal fylgja:

- Yfirlit af a.m.k. fimm verkum eftir listamanneskjuna eða listhópinn. Hægt er að senda ljósmyndir, hljóðupptöku, myndbönd, texta eða hvað sem hentar því listformi sem listamanneskjan eða listhópurinn vinnur í
- Smá texti um listamanneskjuna eða listhópinn.
- Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanneskju/listhópinn og þeim sem tilnefnir

Tilnefning telst einungis gild ef allar upplýsingar fylgja með.

Ef þú vilt fá aðstoð þá getur þú hringt í síma: 6918756 eða sent tölvupóst á info@listin.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page