top of page

Leit að Erró verkum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 29. febrúar 2024

Leit að Erró verkum

Sýningin Erró: 1001 nótt verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í september á þessu ári. Með þessari sýningu langar okkur að bregða upp mynd af vinsælustu verkum listamannsins frá 9. áratugnum undir yfirskriftinni 1001 nótt. Við leitum að verkum sem voru á eftirtöldum sýningum í Reykjavík:

Norræna húsið í september 1982
Norræna húsið í september 1985
Kjarvalsstaðir í september 1989

Þetta voru geysivinsælar sýningar og nánast öll verkin eru í einkaeigu. Við biðjum öll ykkar sem kannast við eitthvað af þessum verkum um að láta okkur vita.

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á listasafn@reykjavik.is ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málverk úr myndaröðinni. Annars vegar væri gott að geta skráð verk eftir Erró sem eru í einkaeigu og hinsvegar kæmi það sér afar vel ef við gætum fengið verk að láni fyrir sýninguna í haust.

Mikilvægt er að ljósmynd af málverkinu fylgi, nóg er að senda einfalda símamynd.

Frestur til að skila inn myndum af verkum er til 1. júní 2024.

Erró hóf að gera myndaseríuna 1001 nótt árið 1977 og alls málaði hann 137 málverk sem tengjast seríunni. Nætur Errós myndgera enga sérstaka sögu frá Þúsund og einni nótt, en þar birtast sambærileg þema líkt og ferðalög, ást, ofbeldi. Nokkrar tilvísanir til Austurlanda er að finna hér og þar í gegnum mótíf sem eru fengin að láni úr vestrænum málverkum: ambáttir og kvennabúr, ljónaveiðar og þættir úr Biblíunni. Að mestu leyti vísa tilvitnanir verkanna í nútímasamfélagið, landvinninga út í geimnum, kínversku menningarbyltinguna, heimsvalda- og nýlendustríð.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page