top of page

Leifar - gjörningur í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. júlí 2023

Leifar - gjörningur í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi

Verið velkomin á gjörning Kolbeins Huga, 22. Júlí kl 17:00. Gjörningurinn er hluti af gjörningaseríunni Leifar, sem fer fram yfir sumartímann í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. Þau áþreifanlegu efni og hlutir sem falla til við gjörningana verða eftir í sýningarsalnum og þjóna sem efniviður fyrir þá listamenn sem á eftir koma. Verkin verða skrásett með ýmsum hætti: hljóðupptöku, í gegnum skapandi skrif og fangaðir á vídeó eða myndir. Loks verður efnið skrásett og varðveitt í Gjörningaarkífi Nýló, en arkífið verður aðgengilegt í sýningarsalnum yfir sumartímann. Viðburðaröðin vísar í ýmsar áttir, í félags-pólitíska menningarsköpun, varðveislu heimilda, helgisiði og leikreglur.

Sýningarstjóri er Liisi Kõuhkna, listamennirnir sem taka þátt eru: Kamile Pikelyte, Wiola Ujazdowska, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi, Unnur Andrea Einarsdóttir, Clare Aimée.
Sýningarstjórinn bauð tveimur listamönnum að taka þátt í gjörningaseríunni. Eins og í boðhlaupi færðu þeir kylfuna áfram til næstu tveggja listamanna, sem síðan buðu þeim eftirfarandi og svo framvegis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page