top of page

Leiðtogafundur — Solveig Thoroddsen í Gallerý SÍM

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Leiðtogafundur — Solveig Thoroddsen í Gallerý SÍM

Solveig Thoroddsen í Gallerý SÍM 4.-22.mars 2023
Solveig Thoroddsen stundaði B.A. nám við Myndlistardeild LHÍ 2007-2010 og útskrifaðist með mastergráðu frá sama skóla árið 2015. Hún hefur verið virkur myndlistarmaður allar götur síðan. Solveig vinnur í ýmsa miðla eða þá sem hentar hverju sinni og eru viðfangsefnin gjarna samskipti manneskjunnar og náttúrunnar: ,,Hvernig manneskjan hefur búið um sig í veröldinni er mér hugleikið, allt frá því að komast af í náttúrunni og til samfélagslegra þátta. Hvernig hún kljáist við umhverfi sitt og settur mark sitt á það og eins hvernig náttúra og umhverfi bregst við.“

Umfjöllunarefnið er hér í stóra samhenginu manneskjan vs. náttúran (allt lífríki), aðskilnaður eða samruni, valdbeiting eða samvinna, neysla eða náttúruvernd.

Þetta stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, að halda jörðinni lífvænlegri og sá möguleiki að vinna með náttúrunni og finna sameiginlega fleti og vinna út frá þeim, þeirri heildarhugsun að við erum öll eitt.

Framtíðin veltur á því hvernig koníakið fer í leiðtogana.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page